Þriðjudagur, 21. október 2008
Bretar flokka Landsbankann með Al Kaida,hryðjuverkasamtökum!
Landsbankinn er nú á hryðjuverkalista breska fjármálaráðuneytisins yfir stofnanir og ríki sem Bretar beita refsiaðgerðum. Listinn sem birtur er á heimasíðu ráðuneytisins er ekki langur en þar er Landsbankinn meðal Al Kaída hryðjuverkasamtakanna og Talibana, auk stjórnvalda sem eru útskúfuð fyrir alvarleg mannréttindabrot eins og herforingjastjórnin í Brma og stjórnvöld í Súdan og Zimbabwe .
Þá er Landsbankinn þarna í flokki með alræðisstjórninni í Norður-Kóreu, sem sökuð er um að styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og ógna heimsbyggðinni með kjarnorkuvopnum.(ruv.is)..
Það að Bretar skuli setja Landsbankann í flokk með Al Kaida,Talibönum o.fl. slíkum sýnir hvað Bretar leggjast lágt og hvað þeir leggja sig fram um að svívirða Íslendinga.Ég veit ekki hvort er alvarlegra að senda hingað bresk herskip eins og gert var í þorskastríðinu eða að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingm eins og nú er gert. Við slitum stjórnmálasambandi við Breta í fyrra skiptið.Eigum við að gera það einnig nú?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.