Réðu Íslendingar ekki við algert frelsi í viðskiptum?

Margir  velta því nú fyrir sér hvernig það gat gerst,að allir helstu bankar landsins kæmust í þrot á örfáum árum? Hvað fór úrskeiðis?

Ísland gerðist aðili að EES,Evrópska efnahagssvæðinu 1994.Þar með gekkst Ísland undir frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsan rétt til þess að stofna til atvinnurekstrar og útibúa hvar sem væri á EES svæðinu.Bankarnir voru einkavæddir fyrir 6 árum og höfðu fullt frelsi til þess að setja upp útibú hvar sem væri á EES svæðinu svo og að taka lán erlendis.Bankarnir töldu sig hafa fullt frelsi til viðskipta.En þeir virðast ekki hafa kunnað með frelsið að fara.Þeir  tóku ótakmörkuð erlend lán og fjárfestu og fjárfestu hömlulaust erlendis.Ábyrgir og varfærnir stjórnendur hefðu aldrei komið bönkunum í þau umsvif að þau yrðu 12-föld þjóðarframleiðslan.Einu aðilarnir sem hefðu getað stöðvað   óhóflegar lántökur bankanna erlendis eru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið. En þessir aðilar gerðu það ekki. Þeir sváfu á verðinum.Bankarnir kunnu ekki með frelsið að fara. Ráða Íslendingar ef til vill ekki við fullt viðskiptafrelsi?

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

thad sem ég skil ekki er hvernig bankarnir fóru ad thví ad fá svona stór lán ef madur litur a thad thannig ad bankarnir hafi haft svona litid bakland (islenska rikid og sedlabankann)

Valdi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:31

2 Smámynd: 365

Þarna held ég að þarna hafir þú hitt naglann á höfuðið.  Við kunnum ekkert með verslunar- eða annað frelsi að fara eins og dæmin sanna, hvert sem litið er.  Það vantar hefðina og reynslunna.  Það verða ár og dagar þangað til.  Hugsunarhátturinn þarf fyrst að breytast.

365, 22.10.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gerðist ekki nákvæmlega það sama í Svíþjóð upp úr 1990 þegar frelsi var aukið þar. Þeir voru eins kýrnar þegar þeim er sleppt út á vorin! Nú búa Svíar að þessu, en í þessa krísu hafa þeir staðið af sér með stökustu prýði. Sömu sögu má segja um Finna, sem lentu í annarskonar krísu upp úr 1990.

Það eina góða við svona krísur er að lönd passa sig vel næstu áratugi á eftir!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Agavandamál hafa lengi verið þekkt t.d. í skólum. Aldrei hefur mátt taka almennilega á þeim. Nú er jafnvel agalausum nemendum heimilt að berja kennara sína með hliðsjón af dómsniurstöðum þar sem reynt hefur á agabrot í skólum!

Það er því ekki von að fjármálaberserkir telji sér allt heimilt jafnvel með annarra manna fé. Þeir eru agalausir, þeim voru engar skynsamlegar reglur settar því allt var frjálst!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband