Brown ætti að skammast sin

Breska fjármálaráðuneytið hefur tekið Landsbankann af lista, sem birtur er á vef ráðuneytisins yfir ríki og samtök, sem eru beitt fjármálalegum refsiaðgerðum af hálfu breskra stjórnvalda vegna hryðjuverkatengsla. Ekki er hins vegar búið að aflétta frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi.

Á listanum eru m.a. Hvíta-Rússland, Búrma, Kongó, Íran, Írak, Líbería, Norður-Kórea, hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og talibanar í Afganistan.  

Nafn Landsbankans    birt á vefsíðunni, en tekið er fram að frysting eigna bankans tengist ekki hryðjuverkum eða aðgerðum gegn tilteknum löndum. 

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Íslands í London hafa unnið að því að fá Landsbankann tekinn af listanum og að tilkynning hafi borist til utanríkisráðuneytisins í morgun þar sem fram hafi komið að þessi breukytinga hafi verið gerð.

(mbl is)

Gordon Brown forsætisráðherra Breta ætti að skammast sín. Hann sagði,að  Ísland

 væri gjaldþrota þegar ríkissjóður landsins  var skuldlaus erlendis. Hann beitti hryðjuverkalögum til þess að frysta eignir íslenskra banka og  setti þá  í þrot.

 

 

 

 Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband