Miðvikudagur, 22. október 2008
Norðmenn vilja hjálpa Íslendingum
Norsk sendiinefnd kom til landsins síðdegis til viðræðna við íslensk yfirvöld um stöðu efnhagsmála. Kannað verður hvernig best væri hægt að hjálpa íslensku fjármálakerfi. Formaður norsku nefndarinnar segir of snemmt að svara því hvað standi til boða. Bresk nefnd fundaði í dag með íslenskum fulltrúum um hvernig leysa megi mál tengd Icesave.
Viðræður milli breskra og íslenskra stjórnvalda um Icesave reikninga Landsbankans og endurgreiðslur til breskra innlánseigenda hófust í Reykjavík fyrir rúmum tíu dögum og var haldið áfram í dag.
Breska sendinefndin kom til landsins í gær og var sest niður til fundar í utanríkisráðuneytinu klukkan tíu í morgun og stendur sá fundur en samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.
Sendinefnd frá Noregi kom einnig til Íslands síðdegis til viðræðna um stöðu íslensks efnahags. Henni er ætlað að leggja mat á þörfina fyrir aðstoð.
Það eru tvö verkefni sem liggja fyrir okkur. Annars vegar að ná bestu mögulegu myndinni af aðstæðum hér á Íslandi eins og það er í dag. Hitt er að ræða við íslensk yfirvöld um hvaða aðstoð þau telji að þau þurfi," segir Martin Skancke, formaður norsku nefndarinnar. Skancke segir nefndina ekki með neinar tillögur í farteskinu. Hann vilji heldur fræðast um hvaða tillögur íslensk stjórnvöld hafi.
Skancke segir fyrst fundað með forsætisráðherra í fyrramálið og síðan sé þétt dagskrá fram á föstudag. (visir.is)
Viðræður milli breskra og íslenskra stjórnvalda um Icesave reikninga Landsbankans og endurgreiðslur til breskra innlánseigenda hófust í Reykjavík fyrir rúmum tíu dögum og var haldið áfram í dag.
Breska sendinefndin kom til landsins í gær og var sest niður til fundar í utanríkisráðuneytinu klukkan tíu í morgun og stendur sá fundur en samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.
Sendinefnd frá Noregi kom einnig til Íslands síðdegis til viðræðna um stöðu íslensks efnahags. Henni er ætlað að leggja mat á þörfina fyrir aðstoð.
Það eru tvö verkefni sem liggja fyrir okkur. Annars vegar að ná bestu mögulegu myndinni af aðstæðum hér á Íslandi eins og það er í dag. Hitt er að ræða við íslensk yfirvöld um hvaða aðstoð þau telji að þau þurfi," segir Martin Skancke, formaður norsku nefndarinnar. Skancke segir nefndina ekki með neinar tillögur í farteskinu. Hann vilji heldur fræðast um hvaða tillögur íslensk stjórnvöld hafi.
Skancke segir fyrst fundað með forsætisráðherra í fyrramálið og síðan sé þétt dagskrá fram á föstudag. (visir.is)
Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur verið ják
væður gagnvart því að Noregur aðstoði Ísland í fjármálakreppunni.Það er því mjög jákvætt að þeir skuli senda sendinefnd hingað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.