Fimmtudagur, 23. október 2008
Eru Bretar og IMF að reyna að kúga okkur?
Fjölmiðlar skýra frá því í dag að Bretar vilji láta okkur borga meira vegna Landsbankans í Bretlandi en okkur ber samkvæmt EES samningnum.Þeir eru að reyna að kúga okkur til að borga meira og vilja að allar eignir Landsbankans í Bretlandi gangi til þess að greiða skuldir bankans í Bretlandi.En Landsbankinn í Bretlandi verður gjaldþrota og þá greiðir þrotabúið eftir ákveðnum reglum,fyrst sparifjáreigendum( 3 millj. á mann) og síðan laun og annað eftir því sem eignir bankans leyfa.Um þetta þarf ekkert að deila.Það er að mínu mati óeðlilegt að IMF setji skilyrði um það,að Ísland og Bretland semji um deilumál sín áður en IMF veitir lán Ísland getur ekki látið IMF kúga sig frekar en Breta.Ef deilan við Breta leysist ekki og IMF neitar að lána okkur verðum við að snúa okkur annað.Við verðum þá að fá lán hjá Norðmönnum,öðrum Norðurlöndum og Rússum og hugsanlega löðrum sem reynast vinir í raun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Þetta virðist vera nokkuð ljóst en það er annað sem er að angra mig. Landsbankinn verður gjaldþrota og þá eiga eignir hans að ganga upp í skuldir og ríkið tryggir ofurlítinn hluta þessara skulda ef eignir duga ekki til, þ.e. 20 þús. evrur per hvern innlánsreikning.
Nú ákveður íslenska ríkið hins vegar að skilja ákveðinn hluta eigna bankans frá og stofna Nýja Landsbankann hf. Máttu ekki lánadrottnar bankans erlendis eiga von á því að þessar eignir færu líka upp í kröfur þeirra? Ég sé ekki betur.
Ég er sem sagt fullkomlega sammála því að ríkið á ekki að bera meiri ábyrgð gagnvart kröfuhöfum heldur en 20 þús. evrur per mann í þessum afmarkaða hópi en það er fremur ósanngjarnt gagnvart öllum kröfuhöfum, innlánseigendum sem öðrum, að búið sé að skjóta íslenskum eignum út úr þrotabúinu.
Páll Jónsson, 23.10.2008 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.