Fimmtudagur, 23. október 2008
Miðstjórn ASÍ vill sækja um aðild að ESB
Umræður standa nú yfir á ársfundi ASÍ um það hvort sambandið eigi að mæla með aðildarumsókn að ESB og upptöku evru.
Það var miðstjórn ASÍ sem lagði fram tillöguna og verður hún rædd í dag en atkvæði greidd um hana á morgun. Um 108 þúsund manns eru aðildarfélögum ASÍ og því má ljóst vera að ef sú tillaga verður samþykkt mun það hafa mikla þýðingu.(visir.is)
Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ mælti með aðild að ESB í setningarræðu sinni á ársfundi ASÍ í dag. Má telja líklegt,að tillaga miðstjórnar verði samþykkt . Hér er um slík fjöldasamtök að ræða að það mun hafa gífurleg áhrif ef þing ASÍ samykkir tillöguna um aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.