Var Sigmar of harður við Geir?

Geir Haarde forsætisráðherra var gestur Sigmars í kastljósi RUV í gærkveldi.Rætt var um fjármálakreppuna. Sigmar þjarmaði verulega að forsætisráðherra.Og það var í lagi en það sem var verra var,að Sigmar greip svo mikið fram í fyrir Geir,að hann hafði iðulega ekki ráðrúm til þess að svara.Það var ekki kurteisi hjá RUV.Ekki kom mikið nýtt fram í þættinum.Mér fannst Sigmar ekki nógu vel undirbúinn.Raunar finnst mér vanta fyrirspyrjanda hjá RÚV sem sé vel inni  í efnahagsmálum og stjórnmálum.Fyrirspyrjendur kastljóss RÚV leggja meiri áherslu á það að vera með frekju við viðmælendur sína en að koma með vel ígrundaðar spurningar. Það hefur oft verið svo,að fram hafa komið fréttamenn,sem telja aðalatrðið að vera frakkir og frekir fremur en að vera vel inni í málum.
Það eina nýja sem kom fram í þættinum var það að Geir sagðist ekki ætla að reka Davíð.Einnig sagði Geir,að  Íslendingar mundu ekki láta Breta kúga sig í deilunni um ice save. Sigmar spurði Geir hvort hann ætlaði að axla ábyrgð af ástandinu. Geir sagðist ætla að koma okkur út úr kreppunni.Hann sagði ekki rétt að kjósa eins og ástandið væri. Aðdáunarvert var hvað Geir hélt  ró sinni,þegar Sigmar greip ítrekað fram í fyrir honum og sýndi mikla frekju.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband