Varnarræða Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson flytur mikla málsvörn í Morgunblaðinu í dag. Agnes Bragadóttir ræðir við hann um fall bankanna,útrásina, ábyrgð eigenda bankanna  og útrásarfyrirtækja.Björgólfi tekst málsvörnin nokkuð vel. Í stuttu máli sagt telur hann sig bera litla ábyrgð. Agnes spyr hvort hann hafi ekki séð orðna atburði fyrir og hvort hann og stjórnendur Landsbankans hefðu ekki getað tekið í taumana. Hann segir,að Seðlabankinn hafi fylgst náið með' bankanum. Matsfyrirtæki hafi metið stöðu bankans reglulega og bankinn hafi staðist öll próf. Hann segir: Hinn 30.sept.lá fyrir í bankanum hjá okkur,að við áttum eignir umfram skuldir.En eftir að Seðlabankinn og ríkisstjórnin þjóðnýtti Glitni lokaðist fyrir allar lánalínur og bankarnir áttu ekkert líf eftir það.

Björgólfur er spurður um eignir sinar en hann segist ekki vita hverjar þær eru. Hann veit ekki hver staða hans er

i dag. Þeir feðgar töpuðu 130-140 milljörðum við þjóðnýtingu Landsbankans.

Björgólfur segir að hann hafi ekki sem bankaráðsmaður mátt hafa áhrif á lánveitingar til einstakra viðskiptamanna.Hann hafi fylgst með störfum bankans sem bankaráðsmaður og fengið allar skýrslur.

Staðan er þessi: Seðlabankinn firrir sig ábyrgð. Fjármálaeftirlitið firrir sig ábyrgð og bankaráð og bankastjórar firra sig ábyrgð. En ég tel,að þessir aðilar beri allir ábyrgð.Auðvitað átti bankaráð og bankastjórar Landsbankans að  taka í taumana og stöðva óeðlilega  miklar lántökur erlendis. Þessir aðilar máttu vita að bankinn gæti ekki endurgreitt þessi miklu lán.Bankarnir hafa verið  duglegir við að brýna fyrir einstaklingum að taka ekki of mikil lán og  þeir hafa verið duglegir að innheimta hjá þeim en sjálfir hafa bankarnir ekki farið eftir þeim reglum,sem þeir settu einstaklingum,sem tóku lán hjá þeim.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór
26. október, 2008 - 00:17

Aldrei hafa jafnmargir Íslendingar rekið við með öfugum enda á jafnsskömmum tíma.
Gerir virkilega enginn sér grein fyrir því við höfum ríkisstjórn og fjármálayfirvöld SEM EIGA AÐ SJÁ UM AÐ VIÐ SÉUM BÚIN UNDIR SVONA ÁFALL. Því miður er Ísland ekki í stakk búið til að sjá um að fjármálakerfi þjóðanna sé óbrigðult. Þið besservisserar sem eruð í raun ekkert annað en „frustreðarir looserar“ munuð Aldrei koma neinu í verk sem gagnast þessari þjóð, hvorki í mótlæti né meðlæti. Ég hef það á tilfinningunni að fáir sem hér ausa úr brunni visku sinnar og þekkingar Á ENGU eigi um sárt að binda vegna þeirra hörmunga sem yfir hafa dunið. Ég lagði töluvert undir í von um skjótfenginn gróða. Það voru MíN mistök. Fyrir alla muni ekki taka upp hanskann fyrir mig og mina líka til þess eins að fá útrás fyrir ykkar ímyndaða ágæti og réttlætiskennd. Ef grannt er skoðað þá er megnið af þessum skrifum bull, í besta falli útrás fyrir eitthvað sem er ekki samboðið því sem ætti að vera það eftirsóknarverðasta í tilverunni: mannlega þættinum. Upphaf og orsök gyðingaofsóknanna fyrir síðari heimstyrjöld var nákvæmlega af sama meiði runnið og fárið sem nú dynur yfir Íslenskt þjóðfélag. Í stað þess að standa saman og vinna að lausn erfiðleikanna þá sitjum við hvert í sínu horni og rífum kjaft engum til gagns og örugglega engu til bjargar.

Lifið heil ef þess er nokkur kostur.

Halldór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Einar G. Harðarson

Alþingi setur lög. Ríkisstjórn og ráðuneytin stjórna regluverkinu.  Bankar taka lán langt umfram getu til að endurgreiða. Fjármálayfirvöld sofa á verðinum.

Fyrirtækin (útrásarvíkingarnir) fá fyrirgreiðslu banka eftir reglum og lögum til að reka sín fyrirtæki. Þeir eru "bakarinn" í malinu.

Það á ekki að gleymast að ríkisstjórn og Alþingi stjórnuðu leikreglum.

Einar G. Harðarson, 26.10.2008 kl. 03:11

3 identicon

Thatcher rak mann úr ríkisstjórn fyrir að geta ekki tekið ákvarðanir í einkalífinu - hann gæti þá ekki tekið ákvarðanir í hinu opinbera.

Ef fv. bankráðsformaður og einn aðaleigandi Landsbankans veit ekki hvernig hann stendur fjárhagslega (viðtal í MBL í dag) hvernig er hægt að ætlast til þess að hann hafi getað vitað nokkuð um hag og stöðu Landsbanka?

Hér er á ferðinni sama afneitunin og varðandi hörmurngar skipafélagsins Hafskips ætti það að koma einhverjum á óvart !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband