Sunnudagur, 26. október 2008
Ný könnun: Samfylking með 36%
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið minna síðan í maí 2004, þegar fylgið mældist 25,0 prósent, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 29,2 prósent segjast nú styðja flokkinn. Væru þetta niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 20 þingmenn, í stað 25 nú.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi meðal kvenna og á höfuðborgarsvæðinu, rúmlega sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar hefur á hinn bóginn ekki verið meira frá því í júní 2004, þegar 37,0 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Nú er fylgið 36,0 prósent
Stuðningurinn eykst mest frá síðustu könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, um rúm tíu prósentustig.
Miðað við fylgi Samfylkingarinnar í dag fengi flokkurinn 24 þingmenn kjörna, en hafa 18 nú.
Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 65,2 prósent, en einungis 41,3 prósent styðja ríkisstjórnina. Meirihlutinn, eða 58,8 prósent styðja hana ekki. Ef litið er á stuðning við ríkisstjórnir eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, segjast 94,4 prósent sjálfstæðisfólks styðja ríkisstjórnina nú, sem er svipað og í síðustu könnun en einungis 51,7 prósent samfylkingarfólks. Í síðustu könnun sögðust 87,1 prósent þeirra styðja ríkisstjórnina.( visir.is)
Þetta er athyglsverð skoðanakönnun.Enda þótt stjórnaflokkarnir fái 65,2% fylgi samanlagt styðja aðeins 41,3% ríkisstjórnina. Og af þeim,sem styðja Samfylkinguna styðja aðeins 51,7% ríkisstjórnina. 94,4% Sjálfstæðismanna styðja stjórnina. Er ljóst,að hinar erfiðu efnahagsaðstæður hafa dregið úr stuðningi við stjórnina.
Fylgi Vinstri grænna er nú svipað og í mars 2007, þegar 23,3 prósent studdu flokkinn. Nú er fylgið 23,0 prósent og Vinstri græn fengju því 15 þingmenn kjörna í stað níu nú. Mesta aukningin er meðal karla, um 8,7 prósentustig.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.