Eigendur bankanna bera fulla ábyrgð

Síðustu daga  hafa stærstu eigendur Landsbankans flutt langar varnarræður,þar sem tilgangurinn hefur verið að sýna fram  á,að þeir hafi enga  ábyrgð borið á þroti bankans.Þetta er auðvitað alger þvæla. Auðvitað bera eigendur bankans ábyrgð á rekstri hans og hið sama gildir um eigendur annarra banka. .Bankaráð og bankastjórar bera einnig ábyrgð á rekstri bankanna.

Björgólfur Thor sagði í Kompásþættinum að eigendur bankanna gætu lítil sem engin áhrif haft á rekstur þeirra. Regluverkið væri svo mikið og strangt,að eigendur gætu lítil áhrif haft. Það kann að vera,að eigendur geti lítil áhrif haft á daglegan rekstur en  þeir geta haft áhrif á stefnu bankanna. Það var stefna eigenda allra einkabankanna að þenja þá út,stækka þá sem mest með fjárfestingum erlendis.Til þess að geta fjárfest sem mest erlendis tóku  bankarnir mikil lán erlendis,svo mikil,að umsvif bankanna allra voru orðin 12-föld landsframleiðslan.Þegar umsvif bankanna voru orðin jöfn landsframleiðslu átti að stöðva frekari fjárfestingar bankanna erlendis.Þá áttu eigendur Landsbankans,og eigendur Glitnis og Kaupþings að stöðva frekari útþensku. Þessu gátu þeir ráðið en þeir gerðu ekkert í málinu. Þeir héldu útþenslustefnunni áfram og settu bankana á hausinn.Þeir bera ábyrgðina á því hvernig komið er.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband