Er Seðlabankinn að knésetja heimili og fyrirtæki?

Tilkynning Seðlabankans um að stýrivextir verði hækkaðir í 18% kom eins og köld vatnsgusa framan í þjóðina. Seðlabankinn var byrjaður að lækka vexti,þeir voru komnir í 12%. Og allflestir ráðamenn þjóðarinnar voru farnir að mæla með frekari vaxtalækkunum.Forrráðamenn aðila vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt þessa vaxtahækkun harðlega.Eru þeir sammmála um að þessi vaxtahækkun muni  auka vanda fyrirtækja og heimila  og geta aukið atvinnuleysi í landinu.

Félagsmálaráðherra hefur boðað aðgerðir til  verndar heimilunum

í landinu  en áður en gripið' hefur verið til þeirra fá heimilin og fyrirtækin kjaftshögg fra Seðlabankanum.Það er ekkert hugsað um heimilin og fyrirtækin.Þessir aðilar lenda í miklum vandræðum. Sumir hagfræðingar telja,að þessi vaxtahækkun muni aðeins hella olíu  á eldinn.

Ég tel að í stað vaxtahækkunar hefði átt að grípa til gjaldeyrishafta til þess að stöðva útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þetta er versta aðgerðin,sem unnt var að grípa til.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband