Peningamarkaðsbréf LÍ greidd út á morgun

Landsbankinn hefur ákveðið að slíta peningamarkaðssjóðum sínum og greiða inn á innlánsreikninga viðkomandi einstaklinga. Uppgreiðsluhlutfallið er mismunandi eftir mynt en flestir áttu Peningabréf í íslenskum krónum. Þeir fá 68,8 prósent af bréfum sínum greidd.

Þeir sem eiga Peningabréf í evrum fá 67,6 prósent greidd. Þeir sem áttu í dollurum fá 60,0 prósent greidd og þeir sem áttu í pundum fá 74,1 prósent greidd. Þá fá þeir sem áttu Peningabréf í dönskum krónum 70,1 prósent.

„Greiðslur munu berast sjóðfélögum þann 29. október næstkomandi inn á innlánsreikninga í viðkomandi gjaldmiðli. Greiðslur vegna Peningabréfa ISK verða greiddar inn á hávaxta innlánsreikning í Landsbankanum þar sem innstæður eru að fullu tryggðar," segir í tilkynningu frá bankanum.

Þá segir einnig: „Í framhaldi af setningu laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., sem sett voru á Alþingi hinn 6. október sl. og þess umróts sem orðið hefur á fjármálamarkaði, hefur verið lokað fyrir innlausnir allra peningamarkaðssjóða síðan 6. október.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að Landsbankinn skuli ætla að greiða út á morgun ákveðinn hlut peningamarkaðsbréfa.Hér er um að ræða sparifé,sem menn hafa talið nafntryggt og peninga á sparisjóðsbókum. Enda þótt peningamarkaðsbréfin verði ekki greidd út að fullu mun menn fagna því,sem gert verður á morgun.

 

Björgvin Guðmundsson

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband