Þriðjudagur, 28. október 2008
Staða heimilanna verði varin
Á nýafstöðnum ársfundi Alþýðusambandsins var samþykkt ályktun í kjaramálum.Þar sagði svo m.a.:
Ársfundur ASÍ leggur þunga áherslu á að staða heimilanna verði varin eins og
kostur er í þeim efnahagsþrengingum sem framundan eru. Ljóst er að kaupmáttur
launa mun skerðast á komandi misserum. Forgangsverkefnið við þessar aðstæður
er því að lágmarka þann skaða sem heimilin standa frammi fyrir og leggja grunn að
því að kaupmáttur geti sem fyrst vaxið aftur.
Ársfundurinn telur því mikilvægt að skapa víðtæka samstöðu meðal allra
stéttafélaga á almennum- og opinberum vinnumarkaði um launastefnu sem tryggi
öllu launafólki sambærilegar launahækkanir og kjarabætur á þessu ári og næstu
tveimur árum. Slík launastefna yrði mikilvægt framlag til þess að treysta stöðu
þeirra tekjulægstu samfara því að skapa aukið félagslegt og efnahagslegt öryggi og
stöðugleika næstu árin.
Ársfundurinn telur að slík aðgerð sé mikilvægt innlegg í þá kjarasamninga sem nú
eru að losna og einnig í komandi endurskoðun kjarasamninga.
Barátta verkalýðshreyfingarinnar á næstunni verður erfið.Þar verður fyrst og fremst um varnarbaráttu að ræða.En það auðveldar ekki baráttuna,að Seðlabankinn skuli hækka stýrivexti um 6 prósentustig. Það þýður enn aukna kjaraskerðingu. Gengið hefur fallið um meira en 50% á árinu. Það eitt hefur skert kjörin gífurlega. Nú bætst við stýrivaxtahækkun sem eykur enn kjaraskerðinguna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.