Þriðjudagur, 28. október 2008
Hagfræðingur mótmælir vaxtahækkuninni
Það hafi haft hræðilegar afleiðingar í Asíu þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hækkaði vexti þar. Gengið hefði haldið áfram að hrynja og hagkerfið fylgt á eftir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist því ekki hafa lært lexíuna af þeirri reynslu, segir Jón.
Jón segir hugmyndina rétta um að hækkun vaxta styrki krónuna til skamms tíma. Það hafi hins vegar miklu alvarlegri afleiðingar fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu og óvíst að þetta takist. Jón segir það því heppilegra að halda vöxtunum lágum, auka peningaframboð og taka verðbólguskellinn til skamms tíma og grípa til aðgerða til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu.(ruv.is)
Ég er sammmála Jóni.Ég tel,að vaxtahækkunin sé alltof mikil og geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.Einstaklingur,sem er með 1 milljón i yfirdrátt verður að greiða 280 þús. á ári í drattarvexti. Það gengur ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef mikla trú á Jóni Daníelssyni Ég tel þetta muni vera rétt hjá honum, en við skulum vona að stýrivextirnir lækki aftur fljótlega. Samt er ég efins um það því allar álögur/skattar sem settar hafa verið á fólkið í landinu virðast festast og erfitt að losna við þær. Kveðja í höfuðborgina.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.10.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.