Stjórnvöld voru vöruð við algeru hruni bankanna

Geir H. Haarde forsætisráherra var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka með þátttöku ríkisins í sameiningu banka.

Þetta var á fundi hans með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni í stjórnarráðinu.

Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni.
Fram kemur í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum að Landsbankamenn lögðu til samruna Glitnis, Landsbanka og Straums. Til þess þyrfti ríkið að leggja 100 milljarða til viðbótar við þá ríflega níutíu sem ríkið hafði áður lofað í Glitnishlutinn. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent.

Landsbankamenn fóru einnig yfir hag-stærðir með forsætisráðherra. Ekkert var undan dregið með að 200 milljarða framlag ríkisins næmi 65 prósentum gjaldeyrisforðans, tæpum þriðjungi af opinberum tekjum seinasta árs eða fimmtán prósentum af landsframleiðslu. Svo segir í gögnum Landsbankamanna: „Þessi hlutföll blikna hins vegar í samanburði við það tjón sem verður á Íslandi komi til kerfisfalls íslensku bankanna."

Greint var frá fundi Geirs með Landsbankamönnum á forsíðu Fréttablaðsins og að þar hefði verið rætt um sameiningu Landsbankans og Glitnis til að styrkja eiginfjárstöðu nýs banka.

Geir H. Haarde var spurður út í þennan fund daginn eftir. Þar sagði hann að „ekkert sérstakt" hefði verið til umræðu á fundinum. „Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu," sagði Geir og bætti við að það væri ekkert óeðlilegt við það miðað við breytingar á markaði. (visir.is)

Svo virðist sem forsætisráðherra hafi ekki gert sér grein fyrir,að   Landsbankinn og Kaupþing gætu farið í þrot ásamt Glitni.Almennt töldu menn,að Kaupþing ,mundi sleppa og sennilega hefði það gerst ef Bretar hefðu ekki ráðist gegn íslensku bönkunum með hryðjuverkalögum. Bretar settu Landsbankann og Kaupþing í þrot.

Björgvin Guðmundsson

Í.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Gott og vel . En hvar var Bankamálaráðherra ? Var hann ekki á þeim fundi ? Þetta þarf að koma skýrt fram . Var Samfylkingin ekki með .

Vigfús Davíðsson, 29.10.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband