Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax

Viðskiptaráð Íslands tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og vill að peningamálastefnan verði endurskoðuð þegar í stað. Í því sambandi sé nauðsynlegt að sem fyrst náist niðurstaða um stefnu í Evrópumálum.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, segir að stjórn VÍ hafi ekki tekið afstöðu til þess, hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru eða ekki, en vilji hafa allar mögulegar leiðir uppi á borðum og strika ekki eina leið út frekar en aðra.

Viðskiptaþing verður í febrúar. Finnur segir að fyrir atburði nýliðinna vikna hafi verið gert ráð fyrir að viðfangsefni þingsins yrði hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú væri hinsvegar líklegt að viðfangsefnið yrði skilgreint víðar, en auk þess að ákveða skýra stefnu í alþjóðasamskiptum væri nauðsynlegt að huga að enduruppbyggingu á orðspori Íslands, hvernig styrkja mætti grunnstoðir efnahagslífsins, umhverfi nýsköpunar, fjármögnun fyrirtækja og fleira.(mbl.is)

Það hefur vakið athygli,að þau Geir  Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir eru ekki sammála um peningamálastefnuna og afstöðuna til ESB. Geir Haarde vill ekki sækja um aðild að ESB. En hann vill að vísu  endurskoða peningamálastefnuna. Þorgerður Katrín hefur hins vegar gefið til kynna,að hún vilji taka  upp evru. Hún vill endurskoða peningamálastefnuna strax.

 

Björgvin Guðmundssson

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Peningamálastefnan verði endurskoðuð strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband