Miðvikudagur, 29. október 2008
Bankarnir fóru út fyrir sitt svið. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sváfu
"Það eru gerðar meiri kröfur til bankanna en annarra fyrirtækja í landinu. Bönkunum er trúað fyrir sparifé landsmanna. Það er mikilvægt að þeir fari vel með það fé. Bankarnir mega ekki misnota aðstöðu sína, sem sterkar og mikilvægar fjármálastofnanir. Þeir mega ekki glata trausti viðskiptavina sinna.Bankarnir eiga allt undir því að halda því trausti.Það hvílir mikil ábyrgð á þessum mikilvægustu fjármálastofnunum þjóðarinnar. Verksvið bankanna er skýrt. Þeir verða að gæta þess að fara ekki út fyrir sitt svið."
Þannig hljóðaði niðurlag greinar,sem ég skrifaði í Mbl. í nóvember 2003.Bankarnir höfðu þá keypt hluti í nokkrum mikilvægum íslenskum fyrirtækjum.Ég taldi,að bankarir væru komnir út á ranga braut. Þeir voru að fjárfesta í óskyldum rekstri og í fyrirtækjum,sem stóðu ágætlega.Bankarnir voru ekki að fjárfesta í þessum fyrirtækjum vegna þess að þau þyrftu aðstoð.Nei,þetta virtist stefna bankanna að kaupa sem mest af eignum hér heima og erlendis. Ég gagnrýndi þessa stefnu og vildi að bankarnir héldu sig við venjulega viðskiptabankastarfsemi.En þetta var aðeins upphafið. Bankarnir héldu áfram að kaupa og braska og taka meira og meira af lánum erlendis., Og þessi stefna setti að lokum bankana á hausinn. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sváfu á verðinum og gerðu ekki neitt.Stjórnvöld sváfu.
Bjögvin Guðmundsson
r
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju dettur engum í hug að skoða hverjir eru í stöðu formanns fjármálaeftirlits, varaformaður stjórnar seðlabanka. Svo eru blessaðir gömlu kratarni að reyna að hvítþvo sitt fólk á kostnað erkióvinarins. Ég bið fólk að skoða huf sinn af fullri einlægni og alvöru
siggi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:10
Já Björgvin...ákkúrat!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.