Fimmtudagur, 30. október 2008
VG með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn!
Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist nú meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna í 15 ár. 46% segjast styðja ríkisstjórnina og er þetta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu sem stuðningur við ríkisstjórnina mælist undir 50%.
Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Samfylkingar 31,3%, en var 33% í könnun Gallup fyrir mánuði. Fylgi VG mælist nú 27,3% en var 22% í síðustu könnun og 14% í þingkosningum á síðasta ári. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 26,2% en var 31% í september, fylgi Framsóknarflokks er nú 10,4%, sama og síðast og fylgi Frjálslynda flokksins er 3,3%. Íslandshreyfingin mælist með 1% fylgi.
Ef þetta væri niðurstaða kosninga fengi Samfylking 21 þingmann, VG 18, Sjálfstæðisflokkur 17 og Framsóknarflokkur 7. Frjálslyndir næðu ekki manni á þing.
.
Björgvin Guðmundsson
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.