Föstudagur, 31. október 2008
Ísland fær aðgang að 4000 milljarða neyðarsjóði ESB
Ísland mun fá aðgang að sérstökum 25 milljarða evra, eða tæplega 4.000 milljarða kr. neyðarsjóði Evrópubandalagsins. Þetta kemur fram í frétt á Timesonline.
Sjóður þessi var nýlega tvöfaldaður upp í fyrrgreinda upphæð en öll lönd innan ESB, sem og "valin nágrannalönd" eiga aðgang að sjóðnum. Fram kemur á Timesonline að fram að þessu sé Ísland eina nágrannalandið sem kost eigi á að aðstoð úr sjóðnum en verið sé að athuga umsóknir frá öðrum löndum eins og t.d. Úkraníu.
Jose Manuel Baroso forseti Evrópunefndarinnar segir að ESB sé reiðubúið að veita aðildarlöndum sínum sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman verulega fjárhagsaðstoð.
Reiknað er með að stjórn ESB muni setja fram áætlun um aðgerðir á vegum sjóðsins í næsta mánuði. Segir í fréttinni að aðgerðaáætlun til skamms tíma eigi að liggja fyrir þann 26. nóvember.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.