Föstudagur, 31. október 2008
Einkavæðingin setti bankana á hausinn
Með einkavæðingu bankanna var opnuð leið,sem leiddi til þess að bankarnir fóru út í
óvarkárar lántökur sem settu bankana í þrot. Ef bankarnir hefðu áfram verið í höndum ríkisins hefðu þeir ekki tekið öll þau lán erlendis,sem einkabankarnir tóku.Sem ríkisbankar hefðu bankarnir hugsað um starfsemi innan lands fyrst og fremst,viðskiptamannaþjónustu en ekki fjárfestingarstarfsemi út um allan heim eins og einkabankarnir gerðu. Einkabankarnir stjórnuðust af græðgisstefnu,sem leiddi þá lengra og lengra út í fjárfestingar og lántökur erlendis. Þessar skefjalausu lántökur erlendis og fjárfesting ytra varð bönkunum að falli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.