Laugardagur, 1. nóvember 2008
Fjármálaeftirlitið brást eftirlitsskyldu sinni
Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit með viðskiptabönkunum.Í lögum um fjármálafyrirtæki segir svo m.a.:
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja og fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði sem fellur undir ákvæði laga þessara, svo og starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Jafnframt fer Fjármálaeftirlitið með eftirlit með dótturfyrirtækjum, hlutdeildarfyrirtækjum og sjóðum sem stunda starfsemi þá sem talin er upp í IV. kafla að því marki sem nauðsynlegt er vegna eftirlitsskyldrar starfsemi, auk eftirlits með eigendum virkra eignarhluta skv. VI. kafla. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu skv. VI. kafla og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut. Fjármálaeftirlitið getur krafist sömu upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem hafa selt eignarhlut eða haft milligöngu um viðskipti með eignarhlut. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum.]2)
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá dótturfyrirtækjum eða hlutdeildarfyrirtækjum eða öðrum aðilum sem teljast í nánum tengslum við fjármálafyrirtæki, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með viðkomandi fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá eignarhaldsfélögum á fjármálasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með fjármálafyrirtækjum sem eru dótturfélög þessara eignarhaldsfélaga.
[Fjármálaeftirlitið fylgist með viðskiptum fjármálafyrirtækis við dóttur- og hlutdeildarfélög þess, félög sem hafa yfirráð yfir eða eiga hlutdeild í fjármálafyrirtækinu og við önnur dóttur- og hlutdeildarfélög þeirra félaga. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið fylgjast með viðskiptum fjármálafyrirtækis við einstaklinga sem eiga 20% hlut eða stærri í framangreindum félögum. Fjármálafyrirtæki skulu skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um slík viðskipti eftir nánari ákvörðun þess. Séu viðskiptin við fyrirtæki eða einstaklinga í öðrum ríkjum fer um samstarf eftirlitsstjórnvalda eftir alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og samstarfssamningum sem Fjármálaeftirlitið gerir á grundvelli þeirra.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu skv. VI. kafla og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut. Fjármálaeftirlitið getur krafist sömu upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem hafa selt eignarhlut eða haft milligöngu um viðskipti með eignarhlut. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum.]2)
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá dótturfyrirtækjum eða hlutdeildarfyrirtækjum eða öðrum aðilum sem teljast í nánum tengslum við fjármálafyrirtæki, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með viðkomandi fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá eignarhaldsfélögum á fjármálasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með fjármálafyrirtækjum sem eru dótturfélög þessara eignarhaldsfélaga.
[Fjármálaeftirlitið fylgist með viðskiptum fjármálafyrirtækis við dóttur- og hlutdeildarfélög þess, félög sem hafa yfirráð yfir eða eiga hlutdeild í fjármálafyrirtækinu og við önnur dóttur- og hlutdeildarfélög þeirra félaga. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið fylgjast með viðskiptum fjármálafyrirtækis við einstaklinga sem eiga 20% hlut eða stærri í framangreindum félögum. Fjármálafyrirtæki skulu skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um slík viðskipti eftir nánari ákvörðun þess. Séu viðskiptin við fyrirtæki eða einstaklinga í öðrum ríkjum fer um samstarf eftirlitsstjórnvalda eftir alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og samstarfssamningum sem Fjármálaeftirlitið gerir á grundvelli þeirra.
Af því,sem hér hefur verið rakið úr lögum im fjármálafyrirtæki er ljóst,að Fjármálaeftirlitið hafði mjög víðtækar heimildir til þess a' fylgjast með viðskiptabönkunum hér heima og erlendis.Ég tel,að Fjármálaeftirliti'ð hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni. Fjármálaeftirlitið ásamt Seðlabanka Islands hefði getað tekið í taumana og komið í veg fyrir þá miklu erlendu skuldsetningu bankanna sem varð bönkunum að falli. Umsvif bankanna námu orðið 12-faldri þjóðarframleiðslu Íslands.Seðlabanki,Fjármálaeftirlit og ríkisstjórnir áttu að stöðva þessu miklu útþenslu bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í ofangreindum texta um Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka er því ekki lýst hvernig viðkomandi stofnanir hefðu geta tekið í taumana og stoppað þetta af. Einungis er rakið að þær hefðu geta krafist skýrslan og gagna.
Eftir því sem almenningur skilur EES- samninginn, þá er frjálst flæði fjármagns milli landa án stærðar hagkerfisins. Þetta er eins og vatn sem rennur á milli staða, eftir þægilegasta farvegi og má ekki stífla. Það er markaðurinn sem ræður, hvorki lög einstakra ríkja eða ríkistjórnir.
Ég er ekki lögfróður en fróðlegt væri að fá fram þau ákvæði í lögum okkar lands eða paragraf í EES- samningnum sem banna frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu.
Forstjóri Samkeppnismála Evrópusambandsins varaði strax við því, þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri fóra að lýsa því yfir að þær myndu tryggja bönkunum fé. Það væri ríkisstuðningur og raskaði samkeppnisstöðu á markaði.
Við hlutafélagsvæðingu bankanna okkar, var ríkisábyrgð afnumin. Ábyrgðir miðast því einungi við framlagt hlutafé. Ef bankarnir eins og önnur hlutafélög lenda í erfiðleikum gilda sérstakar leikreglur sem eru kunnar.
Mér virðist því hér vera galli í gerð þessa hugmyndakerfis sem menn hafi ekki komið auga á og við sitjum uppi með, öll Evrópa.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.