Laugardagur, 1. nóvember 2008
Skattahækkanir eða niðurskurður hjá ríkinu?
Í þætti RUV á vikulokin í morgun var rætt um hvort nauðsynlegt væri að hækka skatta eða skera niður ríkisútgjöld vegna efnahagskreppunnar. Ágúst Ólafur frá Samfylkingu sagðist fremur vilja hækka skatta en skera niður samfélagsþjónustu. Svipuð sjónarmið komu fram hjá Katrinu Jakobsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur.Sigurður Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu á alþingi,að það þyrfti að skera niður ríkisútgjöld.
Ég tel,að standa þurfi vörð um velferðarkerfið nú þegar fyrir dyrum stendur að gera ráðstafanir í ríkisfjármálum.Það getur verið að það þurfi að hækka skatta eitthvað og þá verður að leggja skattana á þá sem hafa háar tekjur. Það m.a. t.d. taka upp hátekjuskatt á ný.Það er sjálfsagt unnt að skera víða niður í ríkiskerfinu og það má fresta ýmsum framkvæmdum t.d. í samgöngumálum og skera má niður í ýmsum ráðuneytum. En það má ekkert skera niður í kerfi almannatrygginga. Einmitt nú í kreppunni er nauðsynlegt,að almannatryggingar hafi möguleika á því að aðstoða þá,sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.