Laugardagur, 1. nóvember 2008
Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 22%!
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 22% fylgi samkvæmt nýrri könnun sem gallup gerði fyrir morgunblaðið dagana 27.- 29. október. Samfylking mælist með 36,9%, en Vinstri grænir með 26.9%. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 7.8% og Frjálslyndi flokkurinn er með 4.4%. Íslandshreyfingin mælist með 1,5%
Spurt var" ef gengið yrði til kosninga í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?" Rúm 60% aðspurðra vilja að kosið verði fyrr til Alþingis en lög gera ráð fyrir, en næst skal kjósa 2011. Tæp 80% vilja taka upp evru sem gjaldmiðil, 20% eru andvíg því.
1200 manns voru í úrtakinu á aldrinum 18-75 ára , svarhlutfallið var tæp 60% eða 656 manns(mbl.is)
Þetta er algert fylgishrun hjá Sjálfstæðisflokknum.Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt svo og VG.Ef þessi þróun heldur áfram er ekki að vita hvað gerist í pólitíkinni.Þetta gæti haft áhrif á ESB málið. Samfylkingin mun auka þrýsting á Sjálfstæðið að breyta um afstöðu til ESB. Sennilega er það hið eina sem getur bjargað stjórninni,að ákveðið verði að sækja um aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin, okkur ber ekki að "bjarga stjórninni," heldur þjóðinni sjálfri, og það gerum við sízt með því að sækja um aðild að EBé. Áttið ykkur á því líka, að við fáum enga evru með EBé – skilmálarnir fyrir þáttöku í myntbandalaginu innifela þvílík skilyrði um ríkisskuldir, að við verðum vegna bankakreppuáfallsins úti í hafsauga með alla "möguleika" á því að "fá" evru næstu 15 árin. Þar að auki verða fórnirnar af innlimun óbærilegar. Gakktu nú í fylkingu þeirra, sem vilja varðveita það lýðveldi, sem þú hefur átt þátt í að efla og styrkja. – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 05:57
Sammála þér - svona verður þetta!
Í raun er fylgi Sjálfstæðisflokksins mun minna en þetta, því svo margir eru óákveðnir. Stærsti hluti þeirra eru hægra fólk, sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Með einhverjum breytingum - t.d. með yfirlýsingu flokksins um að hann aðhyllist ESB aðild, yfirlýsingum um þess efnis að uppgjöri vegna efnahagshrunin sé nauðsynlegt og því beri að hraða, brotthvarfs stjórnar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins: væri hægt að bjarga flokknum. Annars sé ég svart framundan!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.