Mánudagur, 3. nóvember 2008
Rétt að kjósa í vor
Ég tel rétt,að fram fari alþingiskosningar næsta vor.Það er svo mikil ólga í íslensku þjóðlífi vegna hruns bankanna og efnahagskreppunnar,að það er rétt að leyfa þjóðinni að segja álit sitt næsta vor.Svo alvarlegir hlutir hafa gerst í bönkunum,að nauðsynlegt er,að kjósendur segi til um það hvort þeir treysti núverandi alþingi til þess að fara áfram með stjórn landsins. Ef kosningar fara fram eru þeir flokkar,sem fara með stjórn landsins að axla ábyrgð.Afstaðan til ESB yrði áreiðanlega eitt aðalmál kosninganna. Það fengist þá væntanlega niðurstaða í það hvort sækja ætti um aðild að ESB.´
Ekki verður kosið nema stjórnarflokkarnir komi sér saman um kosningar.Ég hefi trú á því að svo ætti að geta orðið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fosetin getur neitað lögum
petur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.