Stormur í vatnsglasi á alþingi út af kaupum Jóns Ágeirs á hluta 365

Tveir þingmenn æstu sig mikið upp í gær   á alþingi vegna kaupa Jóns Ásgeir á hluta af 365 fjölmiðlafyrirtækinu.Þeir æstu sig meira út af þessu en vegna fjármálakreppunnar. Þetta voru þau Guðni Ágústsson formaður Framsóknar og Þorgerður Katrín menntamálaráðherra.Guðni krafðist þess,að umræddur gerningur yrði afturkallaður. Þorgerður Katrín sagði,að það væri verið að færa einum manni allan auglýsingamarkað einkafjölmiðla á sifurfati.Og einn maður væri að eignast   nær alla  fjölmiðla.  í landinu.

Hið rétta í  málinu er þetta: Jón Ásgeir hefur verið stærsti eigandi 365. Sú samsteypa selur hluta  fyrirtækisins til fyrirtækis í eigu Jóns Ásgeirs ( Stöð 2,Bylgjuna og 35% hlut í Árvakri) Hluthafar í 365 eiga þess kost að kaupa hlut í nýja fyrirtækinu,þ.e. Rauðsól. Þeir munu allir hafa lýst áhuga á því. Hver er þá munurinn?Ef Jón Ásgeir er að eignast nær alla fjölmiða á Íslandi þá átti hann þá áður einnig.Eru alþingirmenn vísvitandi að rugla almenning í rímiru. Það sem er fyrst og fremst gagnrýnisvert er samruni Fréttablaðsins og Árvakurs. En  samningur þar um  hafi verið gerður áður og Þorgerður Katrín gagnrýndi hann ekki. Verður ekki að gera kröfu til þingmanna að þeir vandi málflutning sinn og kynni sér staðreyndir áður en þeir tala.

P.S. Ef Jón Ásgeir ( Rauðsól) á 35% í Árvakri  á hann þá nær allt Morgunblaðið og allar auglýsingar Mbl?

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband