Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Sögulegt kjör Obama í Bandaríkjunum
Það er örugglega einsdæmi að jafn margar einlægar óskir eins víða að úr heiminum fylgi nýkjörnum forseta. Heimurinn treystir því að hann beiti sér fyrir aðgerðum á heimsvísu sem geta linað efnahagskreppuna sem nú skekur heiminn og hann leggi sig fram um að lægja öldur átaka, í stað þess að reisa þær, ekki síst í Mið-Austurlöndum.
Fyrir okkur Íslendinga opnar kjör Obama nýja möguleika. Frá brotthvarfi bandaríkjahers frá Íslandi hefur það verið verkefni okkar að þróa ný og mikilvæg tengsl á sviði menningar og viðskipta við nágranna okkar í vestri og aðkoma nýs forseta getur haft þar mikla þýðingu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.(visir.is)
Þetta er í fyrsta sinn,sem blökkumaður er kosinn forseti í Badaríkjunum.Það út af fyrir sig er sögulegt.Kjör Obama sýnir hve lýðræðið stendur föstum fótuim í Bandaríkjunum. Það getur hver sem er orðið forseti í Bandaríkjunum,ef hann hefur hæfileika og verðleika til þess. Obama náði þessum árangri fyrir eigin verðleika.
Björgvin Guðmundsson
i
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.