Hannes Hólmsteinn kennir Jóni Ásgeiri um!

Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Hannes Hólmstein á Útvarpi Sögu í dag. Rætt var m.a. um fjármálakreppuna. Ekki var unnt að skilja  annað á Hannesi Hólmstein   en að Jón Ásgeir,stjórnarformaður Baugs, hefði sett bankana á hausinn með miklum  lántökum í bönkunum!Þetta er skritin skýring en kemur ekki á óvart þar eð  Davíð Oddson hefur haft horn í síðu Baugsfeðga og Hannes Hólmsteinn trúir á Davíð.Er það raunar undarlegt hvað þessir sjálfstæðismenn  hafa haft mikinn ýmigust á Baugsfeðgum.Báðir voru þeir feðgar,Jóhannes og Jón Ásgeir í Sjálfstæðisflokknum en hafa samt sætt ofsóknum forustumanna þar. Hvers vegna? Jú,ég held ég viti skýringuna: Þeir Jóhannes og Jón Ásgeir létu ekki að stjórn.Jón Ásgeir vildi ekki láta  Davíð stjórna sér.Þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA) var  seldur hafði Davíð ákveðnar hugmyndir um það hverjir ættu að fá að kaupa hlut í bankanum. En þá komu hlaupandi nokkrir nýríkir menn,Jón Ágeir,Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson og keyptu stóran hlut í bankanum án samráðs við Davíð.Þetta var ófyrirgefanlegt.

Hannes Hólmsteinn gat tæplega um nokkra aðra útrásarmenn en Jón Ásgeir í þættinum á Útvarpi Sögu.En vissulega voru útrásaraðilar   og eru margir fleiri,svo sem Björgólfsfeðgar,Bakkavararbræður,Hannes Smárason,Gísli í Fiskisögu,bankarnir sjálfir og telja mætti með  Kára Stefánsson,sem er einnig eins konar útrásaraðili sem skuldar gífurlega mikið.Bankarnir keyptu banka erlendis eins og karamellur og stofnuðu útibú erlendis en hvorki Seðlabanki né Fjármálaeftirlit gerði neitt til  þess að stöðva þessa útrás bankanna,sem var fjármögnuð að fullu með erlendum lántökum.Seðlabankinn  svaf. Það er ekki nóg að Seðlabankastjóri  segist hafa varað við. Seðlabankinn átti að stöðva þetta og ef heimildir vantaði átti að afla þeirra.

Það hefur ekkert komið fram um það hvernig skuldir útrásaraðila í bönkunum skiptast.Það er ekkert talað um skuldir annarra en Jóns Ásgeirs eða Baugs.Auðvitað átti ekki að lána útrásaraðilum eins mikið og gert var í bönkunum.Þeir hefðu getað tekið lán erlendis.Það er sök bankastjórnenda að stórir aðilar fengu mikil lán. Þeir áttu ekki að lána þeim svona mikið.En hvar var eftirlitið. Þegar Air Viking fékk mikið lán í Alþýðubankanum á sínum tíma greip Fjármálaeftirlitð í taumana.en það greip  ekki í taumana nú og heldur ekki Seðlabankinn. Sökin liggur hjá eftirlitsaðilum,Seðlabanka og Fjármálaeftirlit.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já Hannes Hólmsteinn er alveg ótrúlegur karakter, maður hefði haldið að menn eins og hann væru farnir að kunna skammast sín núna. Ég sá hann í kastljósi um daginn og þar var hann að við ættum að fara reyna verða vinir USA aftur, hugsanlega hefðum við þó "styggt bandaríkin með óvarlegum yfirlýsingum upp á síðkastið".

Bandaríkin hafa sent okkur hvert skítkastið á eftir öðru þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert allt til að reyna þóknast þeim. T.d er sagt að íslenskt atvæði í NATO sé í raun atkvæði USA og er þetta nákvæmlega rétt því við segjum já og amen við öllum tillögum þeirra þar, nú seinast með því að samþykkja tillögu þeirra um ratsjárstöð og eldflauga pall í Tékklandi og Póllandi þrátt fyrir mótatkvæði allra annarra Evrópuríkja. Írakstríðið var svo auðvitað eitt og sér alveg ótrúlegur undirlægjuháttur hjá fyrrverandi ríkistjórn, samþykktu stríðið þrátt fyrir beinni andstöðu 85% af þjóðinni, og skil ég reyndar ekki einu sinni afhverju íslendingar haldi alltaf áfram að tönnlast að við séum svo friðelskandi þjóð þegar við höfum tekið þátt í tveim stríðum síðastliðinn 5 ár.

Þeir launa þetta til baka með að rifta einhliða varnarsamningnum og draga sig héðan í burtu. Fyrstu viðbrögð USA þegar við hófum hvalveiðar aftur var að þeir væru í fullum rétti til að leggja á okkur viðskiptabann. Engir gjaldeyrisskiptasamningar auðvitað þegar við þurftum á þeim að halda. Enginn stuðningur vegna aðgerða Breta gagnvart okkur. 

Þessi rosalega vinátta þeirra við Íslendinga lauk fyrir 50 árum síðan en þá greiddu þeir okkur Marshall aðstoð, í raun var það leiga fyrir keflavíkur herstöðina því Sjálfstæðismenn höfðu lagt áherslu á það við Bandaríkin að við yrðum að fá þetta sem gjöf þar sem Sovíetið var að bjóða okkur himinhá lán á sama tíma væntanlega þá fyrir aðstöðu í keflavík. 

Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Ingvar

Það hefði kanski verið betra að hafa samráð við Davíð vegna kaupanna á FBA, því að hann rann inn í Glitni og hvar er Glitnir í dag?

IHG 

Ingvar, 7.11.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Ingvar

Þeir Baugsfeðgar voru ekki lengi að þurka upp sjóði Glitnis.  Bretar bjóðast til þess að lána íslendingum 800 miljónir punda vegna Icesave. Baugur skuldar 1000 miljónir punda á Íslandi.  Þeir fengu nú dágóða upphæð lánaða úr Icesave reikningunum. Baugur er ekki með neina stafsemi á Íslandi, þeir færðu það til Gaums og Stoða og Landic Island, fyritæki sem þeir eiga sjálfir.

IHG 

Ingvar, 7.11.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband