Eftirlaunaósóminn felldur úr gildi

Vinstri græn hafa flutt flumvarp á alþingi um að eftirlaunafrumvarpið frá 2003,sem veitti æðstu embættismönnum landsins sérstök eftirlaunaréttindi  verði felld úr gildi.

. Með frv.eru lög nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, felld úr gildi en þar var að finna ákvæði þess efnis að menn gætu verið í fullu starfi og jafnframt tekið full eftirlaun. Frumvarpið mælir hins vegar fyrir um að ef þeir sem lögin varða eru enn starfandi við 65 ára aldur dragist fjárhæð launa þeirra frá eftirlaunagreiðslum. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að áunnin réttindi haldi sér.
    Frumvarpið kveður einnig á um að frá og með næstu áramótum greiði forseti Íslands, ráðherrar, alþingismenn og hæstaréttardómarar iðgjöld í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og njóti eftir það réttinda samkvæmt þeim reglum sem þar gilda. Tímann fram til áramóta má nota til að undirbúa þessa breytingu eftir því sem slíks er yfirhöfuð þörf, svo einföld sem hún er.
    Þá er frumvarpinu einnig ætlað að breyta launum forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara þannig að sá hluti mánaðarlauna þeirra sem er umfram 450 þús. kr. lækki um 20% fram til loka ársins 2009.

Ég fagna þessu frv.Það er löngu kominn tími til þess að fella eftirlaunaósómanna úr gildi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband