Útvarp Saga er ekki Baugsmiðill! Skuldar Baugi ekki eina krónu

Það er búið að reka þann áróður undanfarin ár,að Útvarp Saga sé Baugsmiðill,á framfæri Jóhannesar í Bónus.Síðast í morgun endurtók Hannes Hólmsteinn þetta í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur en hún rak þetta ofan í hann. Hún skuldar Baugi ekki eina krónu.Hún upplýsti,að Jóhannes í Bónus hefði lánað henni 5 milljónir,sem hún hefði greitt til baka á 6 mánuðum.Vegna áróðurs hefur maður haft á tilfinningunni ,að um stærri upphæð hefði verið að ræða og að skuldin við Jóhannes stæði enn en Arnþrúður hefur nú leiðrétt þetta í eitt skipti fyrir öll.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúi þér ekki og Öddu Karls ekki heldur en það er bara ég

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:03

2 identicon

Útvarp Saga þarf nú ekkert að skulda Baugs-mönnum til að teljast "Baugsmiðil" í minni bók.

Mikið af flutningi gegnum ÚS er Baugi og þeirra fyrirtækjum í hag og ekki finnst mér ÚS ganga hart á eftir þeim til að fá ýmis svör.

Lít ég þannig á ÚS sem "baugsmiðil" hvað sem hún segir.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband