76000 hafa skrifað undir ávarp til Breta

Tæplega 76.000 manns hafa skrifað undir ávarp Íslendinga til bresku ríkisstjórnarinnar sem er á vefsíðunni www.indefence.is.Herferðin „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“ hófst eftir að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum.(mbl.is)

 

Ávarpið verður afhent Bretum einhvern næstu dag og þá kynnt fjölmiðlum vel. Er vonandi,að ávarpið hafi einhver áhrif á bresku þjóðina.Sú gerð Breta að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum er

óásættanleg aðgerð,sem hefur valdið Íslendingum gífulegu tjóni. Er óvíst,að nokkru sinni muni gróa um heilt milli þjóðanna eftir þessa dæmalausu framkomu við Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


 


mbl.is Tæpur fjórðungur þjóðarinnar hefur undirritað ávarp til Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband