Laugardagur, 8. nóvember 2008
Varnarræða Sigurðar Einarssonar
Björn Ingi Hrafnsson ræddi við Sigurð Einarsson fyrrverandi formann bankaráðs Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Þetta var langt og ítarlegt viðtal og má eiginlega líta svo á,að í viðtalinu hafi Sigurður flutt eins konar varnarræðu fyrir sig og bankann,sem nú er kominn í þrot.
Hann sagði að rétt áður en Glitnir var þjóðnýttur hafi verið 2ja daga stjórnarfundur í Kaupþingi og þá hafi staða Kaupþings verið mjög góð,þar á meðal lausafjárstaða og ráðamenn bankans talið að bankinn mundi lifa af kreppuna.En helgina á eftir var Glitnir þjóðnýttur með þeim afleiðingum að lánshæfismat ríkisins og bankanna lækkaði strax og lánalínur til Íslands lokuðust. Sú ráðstöfun Breta að setja Kaupþing í Bretlandi í greiðslustöðvun og að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi hafi fellt kaupþing og sett hann í þrot. Kaupþing var að selja starfsemi sína í Bretlandi gegnum þýskan banka og það hefði gengið í gegn á 24 tímum og bjargað bankanum.
Sigurður sagði,að Fjármálaeftirlitið hefði átt að stöðva starfsemi Ice safe sl vor eða í mars sl. en þá hefði FME verið ljóst hvert stefndi þar.Björn Ingi Hrafnsson spurði Sigurð um samskipti hans við Davíð Oddsson. Sigurður sagði,að hann (DO) hefði lengi reynt að koma höggi á hann. Þeim hefði lent saman á fundi IMF í fyrra og þá hefði DO hótað að fella Kaupþing.
Sigurður sagði,að .að það hefðu verið mistök hjá Kaupingi að flytja ekki aðalstöðvar bankans til útlanda en þá hefði hann ekki farið í þrot.Þetta hefði komið til athugunar en ekki orðið úr því. Eins sagði Sigurður,að það hefði hjálpað Kaupþingi,ef Kaupþing hefði tekið upp evru ( skráð hlutabréf í evrum).Kaupþing hefði sótt um það en dregið umsóknina til baka vegna tilmæla fjármálaráðherra og andstöðu Seðlabankans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.