Laugardagur, 8. nóvember 2008
Fólk reitt á borgarafundi í Iðnó
Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Nokkrar flottar framsögur voru haldnar en enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum.
Eins og fyrr segir var mikil reiði í fólki og krafa um svör. Almenningi finnst hann greinilega órétti beittur. Fyrir utan Iðnó voru mótmælendur að safnast saman og byrgja sig upp af mótmælaspjöldum, síðan verður haldið niður á Austurvöll þar sem ástandinu verður mótmælt undir styrkri fundarstjórn Harðar Torfasonar tónlistarmanns.
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar og fleiri staðfestu á fundinum að búið væri að leita til kínverja um lhugsanlega lánveitingu.(vísor.is)
Það er eðlilegt,að fólk sé reitt.Margir hafa misst sparnað sinn og aðrir atvinnuna og spá Seðlabankans lofar ekki góðu.Nauðsynlegt er,að ríkisstjórnin hraði aðgerðum í þágu heimilanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ómar!þar sem skrílslætin eru,þar er skríllinn. finnst þessi mótmæli mj0g lágt sett. kv jobbi
jobbi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.