Ætla Bretar og Hollendingar að reyna að þvinga Íslendinga?

Hollensk og bresk yfirvöld hafa sagt íslenskum yfirvöldum að þau eigi erfitt með að styðja Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nema niðurstaða fáist fyrst í Icesave-deiluna. Þetta kom fram í fréttum RÚV kl. 18.

Þar kom einnig fram að Íslendingar hafi óskað eftir láni frá Kína.(mbl.is)

Forsætisráðherra hefur tekið skýrt fram,að hér sé um tvö aðskilin mál að ræða og ekki komi til greina að Íslendingar láti þvinga sig að afarkostum  við lausn á deilu um Ice save reikninga.Íslendingar munu standa við skuldbindingar sínar og greiða það sem er í tryggingarsjóði vegna umræddra reikninga.Þeir telja sig ekki skuldbundna að greiða meira en er í tryggingarsjóði.Íslenska ríkið á ekki að greiða ótakmarkaðar skuldir einkafyrirtækja í útlöndum.Ég styð Geir Haarde heilshugar í þessu máli. Ef IMF neitar Íslandi um lán vegna þvingunaraðgerða Breta og Hollendinga .verður Ísland að leita annað.Við munum þá treysta á Norðurlöndin,Kína,Rússland og fleiri lönd,sem eru vinveitt okkur.Við getum leitað til Japan og Kanada og jafnvel til Ísrael.Ég er viss um að við getum fengið nægilegt erlent lán þó við tökum ekki lán frá IMF. En við tökum það ekki með  afarkostum. eða þvingunum.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig ætli þeir myndu taka á móti okkur í ESB

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála, við höfum ekki efni á að skuldsetja hvern íslending upp á 25 milljónir. Þá er betra að skapa sér tímabundna óvild einhverra evrópuþjóða. Við framleiðum nógan mat fyrir alla íslendinga, olíu fáum við frá rússum og allt annað frá Kína. Auðvitað yrði þetta erfitt, en ekki eins erfitt og að borga 25 millur á mann. Við gætum ekki einu sinni borgað vexti af svoleiðis gjörningi.

Og til að svara Jóni. Ég held að ESB draumur einhverra sé að fjarlægjast, ef eitthvað er. Ef við göngum til aðildar nú, verður okkur ekki bara tekið sem smáríki án ákvörðunarvalds (3 af 700 þingmönnum heyrði ég einhversstaðar), heldur komum við inn sem þriðja flokks betlikindarsker.

Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband