Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Stjórnarandstaðan vill rannsókn
Forustumenn stjórnarandstöðunnar vilja,að fram fari rannsókn á því hvort rétt sé,að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi hótað að taka Kaupþing niður,ef bankinn hætti ekki við umsókn um að fá að gera upp í evrum.Rætt er við alla formenn stjórnarandstöðuflokkanna í Fréttablaðinu og þeir eru allir mjög harðorðir um mál þetta og telja það mjög alvarlegt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.