Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Er að sjóða upp úr?
Íslendingar hafa aldrei verið duglegir að mótmæla. Þeir láta allar verðhækkanir yfir sig ganga án þess að hreyfa legg né lið, gagnstætt því sem á sér stað erlendis.En nú hefur orðið breyting á.Íslendingum virðist nóg boðið í efnahagskreppunni.Á fjórða þúsund mættu á Austurvelli á laugardag og mótmæltu,sumir ríkisstjórninni,aðrir stjórn Seðlabankans og enn aðrir mótmæltu ástandinu.Íslendingar eru reiðir. Margir hafa tapað miklum peningum í bönkunum vegna þess að aðeins spariinnlán verða bætt að fullu. Þeir sem lagt hafa peninga á sérsjóði ýmsa tapa 15-30% . Þeir,sem keypt hafa hlutabréfr í bönkunum tapa öllu. Þetta fólk er reitt sem von er.Mönnum finnst bankarnir hafa brugðist,fólki finnst eftirlit Seðlabanka og fjármálaeftirlits hafa brugðist og margir telja einnig stjórnvöld bera sök. Margir hafa þegar misst vinnuna.Geir Jón yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir,að mjög nálægt sé því að upp úr sjóði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað er þjóðin reið. Ég persónulega ásamt fullt af fólki sniðgöngum verslanir Baugs. Vil alls ekki skaffa honum bensín á einkaþotuna eða olíu á snekkjuna. Svo gera þeir grín að þjóðinni og reyna að stoppa fréttir um þá með því að kaupa fjölmiðlana
Guðrún (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:11
Ég er ekki frá því. Meira að segja ég er orðinn kjaftfor á mínu bloggi og ég bý ekki einu sinni á skerinu.
Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 13:59
Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?
Megum við búast við þessu næsta laugardag?Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:16
Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.