Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Það verður að rannsaka eftirlitsstofnanir einnig
Það er mikið rætt um það,að allt verði rannsakað og þeir látnir sæta ábyrgð sem brotið hafa af sér. En þá er verið að tala um lögbrot.En það þarf að rannsaka fleira en lögbrot og það,sem saknæmt er. Það þarf einnig að rannsaka hvort eftirlitsstofnair hafi brugðist.Hvers vegna tók t.d. Fjármálaeftirlitið ekki í taumana,þegar viðvörunarbjöllur um Ice safe reikningana í Bretlandi hringdu í mars sl. Þa´átti Fjármálaeftirlitið að taka i taumana og ef til vill að loka Ice safe reikningunum,ef ekki var unnt að koma þeim í dótturfyrirtæki.En Fjármálaeftirlitið svaf á verðinum. Og hið sama er að segja um Seðlabankann. Hann átti að stöðva útþenslu bankanna og kaup á erlendum bönkum og útibúum.Hann átti ekki að hrópa viðvörun.Hann átti að grípa til aðgerða og stöðva útþensluna.Ef eldur kviknar í húsi er ekki nóg fyrir slövviliðið að hrópa eldur og fara svo heim. Slökkviliðið verður að ráðast til atlögu. Og það sama er að segja um Seðlabankann. Hann átti ekki að hrópa viðvörun hann átti að ráðast gegn vandanum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Athugasemdir
Eftirlitið spáði fyrir um eld.
Annars getur nýtt Ísland orðið skondið: Við komum upp eftirlitsstofnunum en treystum þeim ekki almennilega og komum því upp eftirliti til að hafa eftirlit með eftirlitinu....
Lausnarorðið er ábyrgð og frelsi, já ábyrgð og frelsi.
Benedikt Halldórsson, 9.11.2008 kl. 14:58
Það er svosem ekki skrýtið að fjármálaeftirlitið hafi brugðist ef rétt er að allir hæfustu starfsmennirnir þar hafi fært sig yfir til bankanna ... skiljanlegt, þar sem þeir gátu a.m.k. tvöfaldað launin sín, en þýddi að..tja...minna hæfir einstaklingar voru eftir.
Ég vil að vísu taka fram að ég þekki ekki til og þori ekki að fullyrða að þetta hafi verið raunin, en þetta heyrði ég og það hljómar svosem ekki ósennilega.
Púkinn, 9.11.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.