Mánudagur, 10. nóvember 2008
Verður stjórnarsáttmálinn endurskoðaður
Skýrt var frá því í hádegisfréttum RUV,að mikill þrýstingur væri á það í Samfylkingunni að stjórnarsáttmálinn yrði endurskoðaður.Margir í Samfylkingunni teldu stjórnarsáttmálann orðinn úreltan vegna þeirra atburða sem gerst hefðu í efnahagsmálum og peningamálum.Væri nauðsynlegt að marka nýja stefnu í peningamálum og Evrópumálum.Mikil rök eru fyrir þessari endurskoðun.
Ekki hefur neitt komið fram enn sem gefur vísbendingu um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessa máls.Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu bent á,að stjórnarsáttmálinn sé í fullu gildi. En hætt er við því,að ef sáttmálinn verður ekki endurskoðaður og endurnýjaður þá muni stjórnin springa. Það er heldur ekki víst að það dugi að endurskoða málefnin. Það verður líka að stokka stjórnina upp.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekki þessa frétt. Hvernig getur Samfylkingin viljað starfa áfram í þessu umhverfi, með þessu fólki?
María Kristjánsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:45
Þeir hafa örugglega ekkert þarfara að gera núna ráðherrarnir en að setjast nú yfir stjórnasáttmálan og endursemja hann. Ég er farinn að halda að þjóðstjór sé nauðsinleg stjórnar andstaðan er mun málefnalegri en Samfylkingin. Ég held að við þurfum síst á því að halda að fórna okkar undistöðu atvinnu vegum landbúnaði og sjávarútvegi á altari ESB.
Samfylkingin virðist uppteknust af því nú um stundir að skoða skoðanakannanir.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.