Mánudagur, 10. nóvember 2008
Nýtum öll tækifæri til sóknar
Nú ríður á að endurskoða öll mál og nýta öll tækifæri til sóknar til þess að reisa Ísland við.Við verður að nýta auðlindir okkar,gufuorkuna,vatnsorkuna og fiskimiðin.Við þurfum að efla orkuútrásina og leggja til hliðar gamlar deilur´ um aðferðafræði í því sambandi. Við höfum þegar unnið ágætt undirbúningsstarf við orkuútrás og nú þarf að setja aukinn kraft á hana.Við erum þegar í sambandi við þjóðir í Asíu ,sem áhuga hafa á samstarfi um orkunýtingu.Nú þarf að nýta þessa möguleika alla. Ég tel einnig,að nota verði alla kosti til uppbyggingar áliðnaðar í landinu.Hraða þarf byggingu álverksmiðju við Bakka og leyfa stækkun álverksmiðjunnar í Hafnarfirði.Ef við ætlum að vinna okkur fljótt út úr erfiðleikunum verðum við að nota alla möguleika til sóknar.Og síðast en ekki síst þurfum við að auka þorskvótann strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér þarna að við verðum að nýta orkulindirnar sem best og sem fyrst,en ég tel æskilegt ef hægt væri að nýta þær í annað en álframleiðslu, ekki gott að hafa öll eggin í sömu körfuni.
Ég set spurningamerki við að auka þorskkvótan fyrst þurfum við að leyfa hvalveiðar og þanig auka lífs líkur nytjastofna.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.