Framkvæmdastjóri Samfylkingar vill víðtæka endurskoðun á stjórnarheimilinu

Skúli Helgason,framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, skrifar athyglisverðan leiðara á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag..Hann segir,að núverandi ríkisstjórn geti ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.Það þurfi víðtæka endurskoðun á stjórnarheimilinu. Honum farast svo orð m.a.:

Krafan um pólitíska ábyrgð er  mjög skiljanleg við núverandi aðstæður, þegar allar forsendur hafa kollvarpast, hvað varðar kjör almennings og fyrirtækja, fjárlög, kjarasamninga og svo mætti áfram telja. Almenningur getur dregið stjórnmálamenn til ábyrgðar í kosningum og því er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að hugmyndin um kosningar komi fram. Kosningar geta þó ekki orðið á næstu vikum eða mánuðum því nú ríður á að stjórnvöld einbeiti sér að bráðaaðgerðum til að styrkja stöðu efnahagslífsins og bæta hag heimila og fyrirtækja.

Hitt er morgunljóst að núverandi ríkisstjórn getur ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ástandið kallar á víðtæka endurskoðun á stjórnarheimilinu. Stjórnarflokkarnir sem hafa mikinn meirihluta á Alþingi, þurfa nú að setjast niður og freista þess að ná saman um framsæknar aðgerðir sem taka mið af gjörbreyttu landslagi en vísa veginn til framtíðar.

Ég er sammála Skúla.Forseti ASÍ,Gylfi Arnbjörnsson,sagði í Mannamálum Stöðvar 2 í gærkveldi,að fjármálaráðherra og  viðskiptaráðherra ættu að axla ábyrgð og víkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Þú getur sagt þessum framkvæmdarstjóra að almenningur vill leggja niður alla þessa flokka og losna við þessar blóðsugur sem eru fastar á skattgreiðendum.

Thee, 10.11.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband