Tekur IMF þátt í því að kúga smáþjóð?

Það er nú orðið ljóst,að IMF dregur afgreiðslu á láninu til Íslands vegna tilmæla Breta og Hollendinga,sem reyna að kúga Íslendinga vegna Ice safe reikninganna.Ef Ísland getur fengið það staðfest,að Bretar standi í vegi fyrir afgreiðslu á láni IMF til Íslands tel ég að Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Bretland.Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi og komu Kaupþingi banka á kné.Ef til viðbótar því kemur í ljós,að þeir hindri lántöku Íslands hjá IMF á skilyrðislaust að slíta stjórnmálasambandi við Bretland.

Framkoma Bretlands og Hollands við Ísland er   forkastanleg. Framkvæmdastjóri IMF var búinn að upplýsa,að ekkert væri því til fyristöðu að afgreiða lán IMF til Íslands. Ei að síður dregur IMF afgreiðsluna viku eftir viku.Er engu líkara en IMF taki þátt í því með Bretum og Hollendingum að kúga smáþjóðina,Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband