Rúmlega helmingur ánægður með Geir

Ríflega helmingur landsmanna eða 52 9% þeirra sem tóku þátt í könnun Capacent Gallup töldu Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa staðið sig vel undanfarið. Tæplega 17% telja hann hvorki hafa staðið sig vel né illa og rúmlega 30% telja hann hafa staðið sig illa. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra naut mestra vinsælda meðal þeirra sem tóku þátt í könnuninni en um 71% aðspurðra var sáttur við störf Jóhönnu.

Könnunin sem var netkönnun var gerð dagana 16.-27. október. Í úrtaki voru 1200 manns úr Viðhorfahópi Gallup á aldrinum 16-75 ára. Svarhlutfall var 63,1%.

Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri, menntun og stjórnmálaskoðun. Fólk á aldrinum á aldrinum 55-75 ára er líklegra til að telja að Geir hafi staðið sig vel að undanförnu en þeir sem yngri eru.

Í september sl. spurði Gallup Íslendinga hvort þeir væru ánægðir eða óánægðir með störf ráðherra ríkisstjórnarinnar og birtust niðurstöðurnar í Þjóðarpúlsi Gallup. Þá sögðust tæplega 22% landsmanna vera ánægð með störf Geir H. Haarde, fjórðungur var hvorki ánægður né óánægður og 53% óánægðir.

 

Sem fyrr er Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra í nokkrum sérflokki en á þeim tíma sem könnunin fór fram töldu um 71% landsmanna Jóhönnu hafa staðið sig vel að undanförnu. Tæplega 22% telja Jóhönnu hvorki hafa staðið sig vel né illa en rúm 7% telja hana hafa staðið sig illa.

Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir kyni, aldri, menntun og stjórnmálaskoðun. Fleiri konur en karlar telja Jóhönnu hafa staðið sig vel í starfi eða 75,5% kvenna á móti 67% karla.

Í september sl. sögðust 61% landsmanna vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, 27% sögðust hvorki ánægð né óánægð en 12% voru óánægð.

 

Tæplega 42% Íslendinga töldu á þeim tíma sem könnunin fór fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefði staðið sig vel að undanförnu. Rúmlega 37% telja hana hvorki hafa staðið sig vel né illa og um 21% telja hana hafa staðið sig illa. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðun.

Í september sl. sögðust tæplega 35% vera ánægð með störf Þorgerðar Katrínar, 30% sögðust hvorki vera ánægð né óánægð en 36% óánægð með störf hennar.

Á þeim tíma sem könnunin fór fram töldu ríflega 62% Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hafa staðið sig vel að undanförnu. (mbl.is)

Miðað við þá miklu erfiðleika sem við er að etja og þá erfiðu stöðu sem Geir Haarde er  í verður að telja útkomu hans góða. Staða Jóhönnu er yfirburða góð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ríflega helmingur ánægður með Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband