Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Fulltrúi Sviss segir erindi Íslands ekki hafa borist til IMF!
Enn sem komið er, hefur ekkert formlegt erindi borist stjórn sjóðsins," segir Thomas Moser, fulltrúi Sviss í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hann segir einnig að Svisslendingar séu almennt jákvæðir í garð aðstoðar til Íslendinga, í tölvuskeyti í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Beiðni um aðstoð, eða samningur sjóðsins og Íslands, sem nefndur er letter of intent" á ensku, var send sjóðnum héðan þriðja þessa mánaðar.
Ég veit ekki hvernig á þessu stendur. Það hlýtur að vera eitthvert innanhússkerfi hjá þeim sem stjórnar því hvað plögg ganga hratt til stjórnarinnar," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra sem bætir því við að sjóðurinn sé stór og þunglamaleg stofnun. Hann segir að frá því bréfið var sent hafi íslensk stjórnvöld búist við því að málið kæmist á dagskrá.
Ég vona að þessi dráttur sé ekki af neinum annarlegum ástæðum," segir Geir. Stjórnvöld hafi illan grun um að togað sé í spotta á bak við tjöldin vegna Icesave-málsins. Það sé þó ekki víst. Hann bætir því við að óskað verði skýringa á því að stjórnin hafi ekki fengið málið til umfjöllunar.
Samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er í að minnsta kosti þrjátíu liðum. Vaxtahækkun Seðlabankans var nítjándi liður samkomulagsins, samkvæmt tilkynningu bankans. Þar var rætt um samningsgerð (letter of intent) á milli ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins".
Undir bréfið sem héðan fór í byrjun mánaðarins skrifuðu, fyrir Íslands hönd, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri. - (visir.is)
Ég trúi því ekki að erindi Íslands til IMF hafi ekki borist.Sennilegra þykir mér,að erindinu hafi ekki verið dreift enn til þeirra,sem sæti eiga í framkvæmdasrjórninni og því hafi fulltrúi Sviss ekki séð það. En ef Bretar og Hollendingar eru að tefja málið er unnt að beita ýmsum tæknibrellum í því skyni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er meira en lítið undarlegt. Nú held ég að steininn taki úr og þeir snúi sér að einhliða upptöku annarrar myntar. Sama hvort það verður Norsk króna eða Evra, þá verður þetta að gerast núna. Daniel Gros verður að boða hingað í dag. Ég hef laufléttan grun um að Geir sé að skoða það mál. Gat ekki betur séð á blogggrein Björns Bjarnasonar í gær, þar sem hann blés á orð hagfræðings um að það myndi styggja Brussel. Hann hélt þvert á móti. Eigum við að vera bjartsýnir og veðja á það? Að það gerist eitthvað í dag? Það sem ég held að sé að bögglast fyrir þeim er að þeir vilja sennilega Norska krónu og eru að bíða blessunar. Það er flóknara pólitískt fyrir norðmenn en hitt. Við viljum ekki skaða þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.