Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Bjarni Harðar vegur að Valgerði
Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega vinnubrög Bjarna Harðarsonar þingmanns flokksins, en hann sendi í gær bréf á aðstoðarmann sinn þar sem störf hennar sem viðskiptaráðherra voru gagnrýnd harðlega. Bréfið fór fyrir mistök á alla fjölmiðla landsins
Valgerður segir vinnubrögð Bjarna forkastanleg og að málið verði rætt í stofnunum flokksins.(ruv.is)
Þetta er furðulegt mál. Bjarni hafði undir höndum bréf frá 2 flokksmönnum Framsóknar,sem gagnrýndu Valgerði fyrir hlut hennar í einkavæðingu bankanna og fyrir afstöðu hennar til ESB.Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum bréfið og bað hann að senda það á alla fjölmiðla óundirritað ,þannig að ekki væri vitað hver væri að senda það. Þannig ætlaði Bjarni að vega að Valgerði í launsátri.En fyrir mistök fór bréfið á fjölmiðla undirritað af Bjarna.Maður hefði nú ekki telið,að þingflokkur Framsóknar væri það stór,að hann þyldi slík átök sem þessi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.