Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
ISG:Bretar og Hollendingar tefja afgreiðslu IMF láns
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að Bretar og Hollendingar virðist leggja á það ofurkapp að ganga frá málum varðandi Icesave-reikninga áður en önnur mál verði afgreidd. Lögfræðilegur ágreiningur sé um túlkun á reglugerðum ESB og tefur það afgreiðslu á málefnum Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Íslendingar telja sig ekki eiga greiða alla þá upphæð sem Hollendingar og Bretar krefjast.
Enginn dómstóll er til sem fellt getur dóm í málum sem þessum, Ísland á ekki aðild að Evrópudómstólnum og Bretar ekki að EFTA-dómstólnum. Hollendingar og Bretar hafa ekki viljað leggja málið í gerðardóm.(ruv.is)
Íslendingar lögðu sig í hættu á stríðsárunum og sendu fisk til Bretlands,þegar þeir voru í vandræðum.Það kostaði mörg mannslíf að senda fisk með fiskiskipum til Bretlands.Þjóðverjar gerðu loftárásir á íslensku fiskiskipin,sem sigldu með fisk til Bretlands. Bretar eru búnir að gleyma þessu því nú reyna þeir að svelta Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleymum thvi ekki ad Island var hernumid af Bretum og ekki haegt ad sigla med fisk i margar hafnir a theim tima, verdid var einnig mjog gott thar sem thad var skortur af matvoru i Evropu. Ef Island hefdi verid hernumid af Thjodverjum hefdum vid vaentanlega siglt med fisk til Noregs eda Dannmerkur og Bretar eflaust skotid a okkur tha.
Thad breytir thvi samt ekki ad Bretar eru ad syna mikla valdnydslu ad svelta Islendinga ad samningarbordinu en thad seinasta sem ma gerast er ad luffa fyrir thvi.
Jon Magnusson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.