Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Viljum ekki sjá Breta hingað í loftrýmiseftirlit
Það er fráleitt við núverandi aðstæður að breskar flugsveitir komi hingað til lands í loftrýmiseftirlit sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi í dag. Þverpólitísk samstaða varum þessa afstöðu, afþakka eigi komu Bretanna.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði það mikinn tvískinnung að þjóð sem beitt hafi Íslendinga hryðjuverkalögum skuli nú ætla að koma hingað og sinna loftrýmiseftirliti. Eins og fram hefur komið hjá utanríkisráðherra hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin en Íslendingar séu ekki tilbúnir að greiða 50 m.kr. fyrir verkið. Nú eigi að spara í utanríkisráðuneytinu eins og öllum öðrum ráðuneytum.
Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, benti á að staðan í viðræðum við Breta vegna Icesave reikninga væri viðkvæm og á meðan svo væri þyrfti að fara varlega í sakirnar.(ruv.is)
Ég tel fráleitt að láta Breta koma hingað til þess að " verja " okkur eftir það sem á undan er gengið.Þeir hafa beitt hryðjuverkalögum gegn okkur og við viljum ekki sjá þá hingað í eitthvað loftrýmiseftirlit.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.