Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki hallast að því að taka einhliða upp evru
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það raunhæfan möguleika að taka upp annan gjaldmiðil einhliða.
Ég held að við eigum að skoða þá hugmynd af fullri alvöru og ég veit að það er verið að gera það og þetta er bara eitt af þeim verkefnum sem við erum með í fanginu núna og þurfum að spila vel úr," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.
Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Guðlaugs, tekur í sama streng. Hann segir að það sé hugsanlega ódýrara og áhættuminna að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, evru, dollara og losna við að setja krónuna á flot með tilheyrandi lántöku. Það eigi ekki að útiloka neina möguleika. Við getum ekki verið að horfa á einhvern pirring einhverra embættismanna í Brussel. Við verðum fyrst og fremst að horfa á okkar eigin hagsmuni. Og ef að þeir liggja í því að taka upp einhvern annan gjaldmiðil að þá finnst mér að sá möguleiki eigi að koma til skoðunar," sagði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári segir að tónninn í félögum sínum innan Sjálfstæðisflokksins varðandi þetta mál sé ágætur. Menn séu til í að skoða ýmsar leiðir. (visir.is)
Ég tel,að þessir þingmenn hafi mikið til síns máls og að það beri að skoða þennan möguleika í alvöru,þ.e. að taka einhliða upp annan gjaldmiðil og þá helst evru.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Athugasemdir
Þessi stefna að horfa fyrst og fremst á eigin skammtímahagsmuni er stefna frjálshyggjumanna. Langtímahagsmunir íslensku þjóðarinnar er best borgið með þvi að ganga í ESB eins og meirihluti þjóðarinnar er búin að átta sig á. þetta þvaður um einhliða upptöku Evru frá S.Kára er tilraun til að rugla fólk.
Það er áhyggjuefni að þessir óreiðumenn telja það vera sitt verkefni að finna lausnir á þeim vanda sem þeir komu okkur í. Þeir þurfa námsskeið í pólitískri ábyrgð (í stjórmálaskóla Bjarna Harðar.)
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:52
Mér finnst þetta góðar fréttir að ráðamenn eru farnir að skoða þennan möguleika.
Ég sé einfaldlega ekki skynsemina í því að fá lánaða 700 miljarða til að endurlífga gjaldmiðil sem á enga framtíð fyrir sér.
Finnur Hrafn Jónsson, 12.11.2008 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.