Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Stendur á Hollendingum
Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands sagði í sjónvarpsviðtali í Hollandi í dag að Hollendingar myndu standa í vegi fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiði beiðni Íslands um aðstoð uns deilan um Icesave er leist. Þetta segir í frétt Financial Times. Ráðherrann er sagður hafa bætt við: Sem betur fer erum við með öfluga bandamenn í Bretum og Þjóðverjum, sem eiga í sömu vandræðum með Íslendinga."
Í greininni er því þó haldið til haga að Gordon Brown hafi einmitt lýst því yfir í dag á blaðamannafundi að hann styddi beiðni Íslands um aðstoð frá IMF. Í greininni á Financial Times er einnig talað við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem segist hafa rætt við forsvarsmenn Bretlands sem hafi sagt sér að áður en þeir gætu stutt Íslendinga þyrfti að leysa ákveðin mál. Ég var ekki í nokkrum vafa um hvað þeir áttu við," segir Össur.(visir.is)
Það er þá komið í ljós hverjir hindra afgreiðslu lánsins frá IMF.Það eru Hollendingar.Össur virðist að vísu telja,að einnig standi á Bretum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.