Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Forseti Íslands skammaði nágrannaþjóðirnar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi nágrannaþjóðirnar Svíþjóð, Danmörku og Bretland fyrir að snúa baki við Íslendingum. Þetta mun hann hafa gert í hádegisverði með erlendum erindrekum í Reykjavík á föstudag eftir því sem fram kemur í norrænum miðlum.
Á vef norska ríkisútvarpsins segir að erindrekarnir hafi vart trúað sínum eigin eyrum enda hafi forsetinn komið fram með móðgandi ásakanir á hendur Bretum. Vísað er til minnisblaðs norskra yfirvalda um fundinn og bent á að fulltrúar Svíþjóðar og Danmerkur hafi setið hann.
Mun Ólafur Ragnar hafa hótað því að leita nýrra bandamanna þar sem núverandi bandamenn hefðu svikið landið. Þá mun forsetinn hafa viðrað þá hugmynd að Rússum yrði boðin aðstaða í gömlu herstöðinni á Kelfavíkurflugvelli og mun sendiherra Rússlands, sem sat hádegisverðarfundinn, hafa verið hissa en brosað og gefið þannig til kynna að Rússar hefðu ekki þörf fyrir það.
Þá segir einnig í frétt norska ríkisútvarpsins að Ólafur Ragnar hafi einungis hrósað Norðmönnum og Færeyingum fyrir að hafa staðið við bakið á Íslendingum í fjármálakreppunni. Fréttinni lýkur á þeirri staðhæfingu að forsetinn hafi áður verið í systurflokki Sósíalíska vinstriflokksins og hann hafi engin formleg völd í utanríkismálum. (visir.is)
Það er full ástæða til þess að gagnrýna "vinaþjóðir" okkar Dani,Svía og Breta fyrir að draga lappirmar varðandi aðstoð IMF og aðra viðbótaraðstoð við okkur. Það er ekki nóg að þessar þjóðir tali fallega um okkur í skálaræðum.Það,sem segir til um sanna vináttu er hvernig vinir reynast þegar á reynir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.