Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
IMF verður að afgreiða mál Íslands þó atkvæði Hollands vanti
Fjármálaráðherra Hollands sagði í sjónvarpsviðtali í gær,að Holland væri andvígt láni IMF til Íslands.Gordon Brown forasætisráðherra Bretlands sagði hins vegar,að Bretar mundu styðja lánveitinguna.Við afgreiðslu á málum hjá IMF gildir einfaldur meirihluti.Það verður því að afgreiða lánið til Íslands þó atkvæði Hollands vanti.
Framkoma "vinaríkja" Íslands í þessu máli er forkastanleg.Þegar á reynir draga þessi ríki lappirnar þegar um lífshagsmunamál Íslendinga er að tefla.Ísland þarf að endurskoða vinahóp sinn og leita nýrra vina og bandamanna.Ég hefi trú á því að Ísland gæti náð góðu samstarfi við Bandaríkin,þegar Obama hefur tekið við.Mörg ríki Mið og Austur Evrópu eru okkur vinveitt,einnig ríki í Suður Evrópu eins og Spánn,Portugal og Grikkland.Japan var eitt fyrsta ríkið,sem hvaðst vilja aðstoða okkur. Ég hefi trú á að við gætum fengið aðstoð í Kanada og síðan eigum við hauk í horni þar sem Ísrael er.Og síðast en ekki síst ber að nefna Kína.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.