Fjármálaeftirlitið brást eftirlitsskyldu sinni

Í lögum um fjármálafyrirtæki segir svo m.a.:
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja og fyrirtækja sem tengjast fjármálasviði sem fellur undir ákvæði laga þessara, svo og starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis, nema annað leiði af lögum eða alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Jafnframt fer Fjármálaeftirlitið með eftirlit með dótturfyrirtækjum, hlutdeildarfyrirtækjum og sjóðum sem stunda starfsemi þá sem talin er upp í IV. kafla að því marki sem nauðsynlegt er vegna eftirlitsskyldrar starfsemi, auk eftirlits með eigendum virkra eignarhluta skv. VI. kafla. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum í því skyni að meta hvort þeir falli undir tilkynningarskyldu skv. VI. kafla og hvort þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut. Fjármálaeftirlitið getur krafist sömu upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem hafa selt eignarhlut eða haft milligöngu um viðskipti með eignarhlut. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum.]2)
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá dótturfyrirtækjum eða hlutdeildarfyrirtækjum eða öðrum aðilum sem teljast í nánum tengslum við fjármálafyrirtæki, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með viðkomandi fjármálafyrirtæki.
Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá eignarhaldsfélögum á fjármálasviði og blönduðum eignarhaldsfélögum, enda telji Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar nauðsynlegar í eftirliti sínu með fjármálafyrirtækjum sem eru dótturfélög þessara eignarhaldsfélaga.
[Fjármálaeftirlitið fylgist með viðskiptum fjármálafyrirtækis við dóttur- og hlutdeildarfélög þess, félög sem hafa yfirráð yfir eða eiga hlutdeild í fjármálafyrirtækinu og við önnur dóttur- og hlutdeildarfélög þeirra félaga. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið fylgjast með viðskiptum fjármálafyrirtækis við einstaklinga sem eiga 20% hlut eða stærri í framangreindum félögum. Fjármálafyrirtæki skulu skila Fjármálaeftirlitinu skýrslu um slík viðskipti eftir nánari ákvörðun þess. Séu viðskiptin við fyrirtæki eða einstaklinga í öðrum ríkjum fer um samstarf eftirlitsstjórnvalda eftir alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og samstarfssamningum sem Fjármálaeftirlitið gerir á grundvelli þeirra.
Hvernig gat það gerst,að   bankarnir  þendust út, tækju meiri og meiri lán erlendis og kæmu bönkunum í þau umsvif, að þau næmu  12-faldri þjóðarframleiðslu án þess að Fjármálaeftirlit eða Seðlabanki tækju í taumana og stöðvuðu þessa útþenslu.Ég tel alveg ljóst, að Fjármálaeftirlit og Seðlabanki hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni. Þessir aðilar sváfu á verðinum á meðan bankarnir þöndust út og steyptu sér í svo mikil erlend lán,að engin leið var að borga þau til baka.Fjármálaeftirlitið átti fyrir nokkrum árum að stöðva útþensku bankanna og tilkynna,að starfsleyfið yrði tekið af þeim, ef þeir rifuðu ekki reglin og breyttu um stefnu. En Fjármálaeftirlitið gerði ekkert. Seðlabankinn gerði ekkert.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband